Vinnuaðferðir

Home / Um verkefnið / Vinnuaðferðir

Sköpunargleðin ræður för. Fyrirframhugsuð ´verkefni´ eru ekki leiðin, heldur er ábyrgð kennarans að hlusta vel á hópinn og fylgjast með áhugasviði hópsins. (Hafandi sagt það þá er það alltaf hætta á að eigin áhugi kennara ráði för.)

Það eru fimm þættir sem ég vinn markvisst með í Snillingafimi:

  1. Gleðin ræður för. Byrja á því að ná öllum hópnum með, augnsamband, hvert og eitt barn fái að tala og hafa um málin að segja, ná fram öryggi og trausti í hópnum svo allir geti fundið að þeir séu óheftir og frjálsir.
  2. Kenna börnunum um Howard Gardner og hans kenningu um að hvert og eitt okkar eru ólík og með mismunandi hæfileika. Allir eru góðir í einhverju, enginn er góður í öllu.
  3. Ræða um hvernig hugmyndir barnanna eru dýrmætar. Hvernig hlutir verða til útfrá nýsköpun og frumkvöðlamennt.
  4. Gera, gera gera, skapa, leika með ýmiskonar efnivið; leir, mála, tálga, smíða- bara allt sem okkur dettur í hug.
  5. Nota allar hugsanlegar leiðir: t.d. smáforrit með 8 og 9 ára börnum, að nota þau sem auka farveg í að koma frá sér fjársjóðunum sem búa innra með hverjum og einum.

Umfang í klst. ca: (tiltaka stærstu viðfangsefnin)

Snillingafimi var einu sinni í viku í hverri lotu (12 skipti) , hlé í smiðjuvikum. Ég kenndi tvær kennslustundir í röð (80 mín).Í upphafi annar fórum við í hverskyns sköpunarverkefni. Notum efniviðinn og það sem kemur upp í hvert sinn.

BG 2017

[/column] [column width=”1/3″ place=”last” ]