Um verkefnið

Home / Um verkefnið

Kveikjan

Snillingafimi  er verkefni sem hófst í samvinnu þroskaþjálfa og kennara haust 2015. Einföld ósk þeirra að mæta hverju og einu barni í skólaaðstæðum sem henta ekki öllum börnum. Við gáfum börnunum rými til að vera skapandi og nota ólíka hæfileika eftir áhugasviði hvers og eins. Árangurinn stóð ekki á sér og tóku börnin framförum í almennri kennslu og áhuginn til að læra jókst.

Styrkur frá Garðabæ

Haust 2016 sótti Barnaskólinn í Garðabæ um styrk til Garðabæjar til að vinna að þróunaverkefni Snillingafimi.  Þróunarverkefnið Snillingafimi fyrir alla snýst um að útbúa og prófa námskrá fyrir 5-9ára börn og tilheyrandi viðfangsefni, byggð á hugmyndum Howars Gardner um fjölgreindar og kynjanámskrá Hjallastefnunnar. Meginmarkmið er að börnin öðlist skilning á að þau hafa ólíka hæfileika en jafngilda. Það eykur sjálfsvirðingu þeirra og umburðalyndi og styrkir þau í að takast á við önnur verkefni í skólanum. Með röð viðfangsefna á hverju ári er markmiðið að börnin fái tækifæri til að læra um ólíka hæfileika og styrkjast á sínum áhugasviðum.

Umsagnir kennara á Snillingafimi

Kennarar voru almennt ánægðir með þessa nýju námsgrein í stundatöflunni.

Kennari 9 ára barna sagði um Snillingafimi:“Börnin voru ofsalega glöð með þetta. Upplifunin var alltaf tilhlökkun, gleði og spenningur. Þeim fannst gaman að taka í sundur hluti. Þau voru alltaf glöð af fara og forritin sem þau lærðu á um rökhugsun vakti mikla lukku.”

Kennarar 8 ára barna: „Þau taka þátt í náminu sínu í Snillingafimi, í hugmyndavinnunni með hvað er gert í tímanum. Þau læra nýsköpun og hugsa út fyrir kassan, prófa að gera nýja hluti. Þetta gerði þeim mjög gott. Mér finnst þetta mikilvægara en það sem er fest niður í stundatöflunni, því þarna gera þau sjálf, frá sínu áhugasviði, en taka á öllum þessum þáttum án þess að fatta það sjálf.“

Kennari 7 ára barna: „ Mjög, mjög gott, þau fóru út í hvaða veðri sem er. Þau fóru framúr sér að prófa og fannst gaman að t.d. taka í sundur. Þau voru spennt að koma og þetta jók kjarkinn hjá þeim.

“Mér fannst snillingafimin æðisleg og frábært að hafa hana í stundaskrá, Þeim hlakkaði alltaf til og þeim leið greinilega mjög vel. Mér fannst flott hvernig útikennslan færðist líka inn og kjarkæfingar, hugmyndavinnu, nálægð, samvinnu og sköpun og síðast en ekki síst uppgötvunarnám. Þetta hjálpaði þeim mikið að æfa sig í samvinnu og vináttu sérstaklega með kofabyggðinni þar var líka lögð áhersla á sköpun, vera úrráðagóður, hugmyndavinnu og verklegan þátt. Þetta voru algjörlega dásamlegir tímar.”

Kennarar 6 ára barna: “Rosalega gott, þetta efldi þau. Ég heyrði að þau voru afar ánægð og þetta hentaði þeim vel. Þau voru alltaf full tilhlökkunar að koma í tímana og spurðu mikið um hvenær næsti tími væri. Fyrir marga hjálpaði þetta þeim að fá aukið sjálfstraust að takast á við önnur viðfangsefni en almennt nám”.

 

Ný námsgrein sem gefur börnum ný tækifæri

Börn hafa í eðli sínu gaman að leika, rannsaka, skoða, reyna á takmörk sín og uppgötva. Þetta vita allir. Snillingafimi er tilraun til að skapa lærdómsumhverfi þar sem allt þetta getur átt sér stað án þess að vera mikið stýrt af fullorðnum eða þar sem aðaláherslan er á árangur- heldur gefa börnum rými og tíma í skóladeginum til að takast á við ólík viðfangsefni tengt áhugasviði hópsins. Öll reynslan skilar sér svo beint inní hefðbundna námsumhverfið eins og kennara segja hér fyrir ofan.

[notice title=”Viltu taka þátt?”]Snillingafimi er fyrir alla kennara og nemendur 

[button color=”color” url=”#” ] Hafa samband [/button][/notice]