Fjölgreindakenningin

Home / Fjölgreindakenningin

Howard Gardner er höfundur fjölsgreindakenningarinnar. Hér fyrir neðan er lauslega þýddur texti sem útlistar greindirnar á aðgengilegan hátt fyrir börn.

Einnig er hægt að tala um að vera snjall/snjöll. Það er hægt að tala um að vera snjall í hverju sem er. Ef maður er flinkur í málgreind er hægt að einfalda og tala um lestrarsnjall, skriftarsnjall, minnissnjall. Eða ef viðkomandi er flinkur í líkams- og hreyfigreind er hægt að tala um að vera fimleikasnjall/snjöll eða fótboltasnjöll/snjall. Þá er hægt að tengja fullt af hæfileikum við hvern og einn. Eins og segir: Allir eru góðir í einhverju, enginn er góður í öllu.

Gagnleg tafla sem sýnir greindirnar á myndrænan hátt.

Málgreind

Er sá hæfileiki að tjá sig með orðum, skriflega eða munnlega. Er flink í  að lesa, skrifa, segja sögu, muna dagsetningar, hugsa í orðum. Finnst gaman að lesa, skrifa, tala, leggja á minnið, púsla. Lærir best með að  lesa, hlusta, og sjá orð, að tala, að skrifa, í gegnum umræðu og rökræðu.

Rök- og stærðfræðigreind

Er hæfileiki einstaklingsins að nota tölur á árangursríkan hátt, sem og færni í því að beita rökhugsun. Er flink í  stærðfræði, beita rökhugsun, leysa þrautir, að skilja munstur. Finnst gaman að vinna lausnamiðað, spyrja spurninga, vinna með tölur, gera tilraunir. Lærir best með vinna með rökleg mynstur og tengsl,  skilgreina, flokka, vinna abstrakt.

Rýmisgreind

Er sá hæfileika að hafa góða skynjun á hinu sjónræna, rúmfræðilega umhverfi og einnig þess að umskapa þessa skynjun. Er flink í  lesa, lesa kort, lesa gröf, teikna, völundarhúsi, púsla, ímynda sér hluti, sjá hluti fyrir sér. Finnst gaman að hanna, teikna, byggja, skapa, láta hugann reika, horfa á ljósmyndir/myndir. Lærir best með vinna með myndir og liti, sjá hluti fyrir sér og teikna.

Líkams- og hreyfigreind

Er sú færni mannsins að tjá hugmyndir sínar og tilfinningar með því að nota líkamann, ásamt í því að búa til hluti og beita þeim. Er flink í  íþróttum, dansi, leiklist, handverki og nota verkfæri. Finnst gaman að  hreyfa sig, snerta og tala, geta tjáð sig með látbragði eða hermt eftir öðrum. Lærir best með snerta, hreyfa sig, í gegnum líkamann.

Tónlistargreind

Er hæfileiki mannsins að búa til og greina takt og laglínu og einstaklingar með góða tónlistargreind eru  næmir fyrir tónhæð og tónblæ og eiga auðvelt með að læra á hljóðfæri (Armstrong, 2000). Er flink í  að syngja, grípa upp laglínur, muna lög, ríma. Finnst gaman að syngja, humma, leika hljóðfæri, hlusta á tónlist. Lærir best með að  ríma, syngja, hlusta á tónlist og lög.

Samfélagsgreind eða Samskiptagreind

Er hæfileiki einstaklingsins til þess að skilja og greina tilfinningar og fyrirætlanir annars einstaklings. Er flink í  að skilja fólk, leiða hópa, skipuleggja, samskiptum, leysa ágreining, selja. Finnst gaman að eiga vini, tala við fólk, vera í hópi fólks. Lærir best með að  deila, bera saman, segja frá og tengja við aðra, taka viðtöl, vinna saman.

Sjálfsþekkingargreind

Er færni einstaklingsins í því að þekkja sjálfan sig og þekkja styrk sinn og veikleika, vera með skýra sjálfsmynd og vera meðvitaður um eigið hugarástand. Er flink í  að skilja sjálfan sig, þekkja styrkleika og veikleika, setja markmið. Finnst gaman að vinna einn, íhuga, sinna  áhugamálum. Lærir best með að  vinna ein, vinna að verkefnum á eigin hraða, eiga rými fyrir sig, ígrunda.

Umhverfisgreind

Er leikni einstaklingsins til þess að skilja náttúruna og fyrribæri hennar, þekkja flokka náttúrunnar bæði úr jurta- og dýraríkinu sem og jarðfræðilega. Er flink í að skilja náttúruna, skilgreina, aðgreina, greina plöntur og dýralíf. Finnst gaman að vera náin náttúrunni. Lærir best með að  vinna með náttúruna, rannsaka hluti, læra um plöntur og náttúruleg fyrirbæri.

Tilvistargreind

Er greindin sem er skilgreind sem umhyggja fyrir grunvallarmálefnum lífsins (Armstrong, 2000). En er enn verið að skoða hvort þetta flokkist undir greind (Gardner, 2006). Gardner talaði um þessa greind sem greind hina stóru spurninga og vísar þá til spurninga um lífið og tilgangs lífsins.