Hvað er snillingafimi?

Home / Hvað er snillingafimi?

Snillingafimi snýst um að fullorðið fólk sem vinnur með börnum spyrji sig: Hvernig lærir þetta barn? Hver eru áhugasvið þess? Hvernig get ég hagað minni kennslu til þess að ná til barnsins? Hvaða aðferðir og leiðir get ég notað til að nálgast barnið svo það finni mikilvægi sitt?

Vinnubrögðin, sem urðu námsgreinin snillingafimi, mótuðust í samvinnu þroskaþjálfa og kennara í leit að leiðum fyrir börn í skólaumhverfi Hjallastefnunnar. Þar eru meginreglur leiðarljós í starfinu og fyrsta meginreglan er grunnurinn að snillingafiminni:

Hjallastefnunni er ætlað að mæta hverju barni eins og það er og virða og viðurkenna ólíkar þarfir aldurshópa, kynja og einstaklinga. Skólanum ber einnig að virða valfrelsi og ólíkan áhuga barna og hlúa á víðfeðman hátt að velgengni allra.

Snillingafimin nýtir sér kenningar um nám og kennslufræðilegar hugmyndir sem koma víða að. Meðal annars má nefna fjölgreindakenningu Howards Gardner, nýsköpunarmennt og hugmyndir um að jákvæðni og gleði séu rétta leiðin til náms.

Bettý og Kristín, í júní 2017