6 ára kjarnar

Home / 6 ára kjarnar

6 ára snillingafimi, haust 2016

Aðalhugmyndin með yngri börnin er að gefa þeim tíma og rými til að gefa hugmyndafluginu lausan tauminn. Hver tími var notaður til að gera, gera og gera. Við máluðum, bökuðum, spiluðum á hljóðfæri, fórum út að tína allskonar í náttúrunni og gerðum eitthvað úr því sem þeim datt í hug. Eitt skiptið máluðum við tærnar og gengum eftir renningi. Einnig settu þau upp leikritið Jólahreingerning englanna og buðu foreldrum að koma og horfa á.

Lykilorð: Skapandi verkefni, baka, samvinna, leikrit, kjarkur, þor, hugrekki, mála, náttúra og hugmyndaflug.

BG júní 2017